Breytingar hjá landsbyggðarstrætó

Vegagerðin, sem á og rekur landsbyggðarstrætóvagna, hefur unnið að breytingunum síðastliðna mánuði. Markmiðin með breytingum eru að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvagna, segir í tilkynningu á vef Strætó.
Breytingarnar taka gildi 1. janúar næstkomandi, en helstu breytingar á Suðurnesjum snúa að fækkun ferða og breytingum á stoppistöðvum. Strætó sér um upplýsingagjöf og þjónustu fyrir farþega, en breytingar má sjá hér.




















