Nýjast á Local Suðurnes

Boðið að fresta fermingum fram á haust

Mynd: Skjákot ja.is

Prestar í Njarðvík hafa ákveðið að bjóða upp á valkosti varðandi tímasetningar á fermingum á þessu ári.

Í tilkynningu sem send var á foreldra fermingarbarna í dag kemur fram að fjölskyldur geti frestað athöfninni þar til í september. Í tilkynningu kemur einnig fram að í boði verði að ferma á þeim dögum sem þegar hafi verið valdir svo lengi sem ekki verði komið á samkomubanni.

Er þetta gert vegna þeirrar óvissu sem hefur skapast vegna Covid-19 veirunnar, eða kórónuveirunnar.