Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið besti dval­arstaður­inn – Hótel Keflavík tilnefnt sem besta hótel landsins

Ferðaverðlaun­in World Tra­vel Aw­ards voru veitt á laug­ar­dag, en þar eru veitt verðlaun í hinum ýmsu flokkum, meðal annars eru valdir bestu flugvellirnir, bestu flugfélögin og bestu hótelin.

Einnig eru veitt verðlaun inn­an hvers lands fyr­ir sig og í Íslands­deild­inni var 21 gisti­staður til­nefnd­ur til verðlauna í sex flokk­um að því er greint er frá ferðasíðunni Túristi.is.

Íslensku sig­ur­veg­ar­arn­ir í ár voru þeir sömu og í fyrra, nema í flokki dval­arstaða eða „resort“, en þar hlaut Bláa lónið gullið að þessu sinni, en Hót­el Rangá hlaut verðlaun­in í fyrra. Í flokknum “besta hótelið” var Hótel Keflavík tilnefnt, en náði ekki að vinna flokkinn að þessu sinni, það gerið hinsvegar Hótel Borg.