Áramótabrennur á Suðurnesjum

Tvær áramótabrennur verða haldnar á Suðurnesjum í kvöld, í Suðurnesjabæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Brennan í Suðurnesjabæ verður haldin á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg á gamlárskvöld og hefst klukkan 20:00. Þar verður einnig boðið upp á veglega flugeldasýningu sem hefst klukkan 20:15. Björgunarsveitin Ægir sér um framkvæmdina þetta árið.
Í Sveitarfélaginu Vogum verður brennan á Vatnsleysuströnd, á túninu neðan við Skipholt. Brennan hefst kl. 20:30. Gott aðgengi er fyrir fólk á bílum að fylgast með.