Nýjast á Local Suðurnes

Á þriðja tug hafa kært – Tók mynd­ir í óleyfi af Face­book-síðum ungra stúlkna

Gæslu­v­arðhald yfir er­lend­um karl­manni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa haldið úti vefsíðu með tug­um mynda af stúlk­um und­ir lögaldri hef­ur verið framlengt til 1. desember næstkomandi.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Svein­björn Hall­dórs­son, lög­reglu­full­trúi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, að á þriðja tug kæra hafi borist vegna málsins og að ald­ur stúlkn­anna sé á bil­inu 14 til 16 ára. Maðurinn grunaður um að hafa tekið mynd­ir í óleyfi af Face­book-síðum umræddra stúlkna og birt þær á eig­in vefsíðu und­ir því yf­ir­skyni að þær væru fal­ar til fylgd­arþjón­ustu.

„Svo er ýtt á mynd­irn­ar og þá birt­ist ein­hver gróf er­lend klámsíða,“ seg­ir Svein­björn og tek­ur fram að þannig hafi eng­ar klám­fengn­ar mynd­ir verið af sjálf­um stúlk­un­um. Hátt­ernið varði þó við lög.

„Þetta hlýt­ur að vera blygðun­ar­sem­is­brot, og nátt­úru­lega brot á barna­vernd­ar­lög­um, að sýna þarna börn með kyn­ferðis­legri til­vís­un.“ Segir Sveinbjörn við mbl.is.