Á þriðja tug hafa kært – Tók myndir í óleyfi af Facebook-síðum ungra stúlkna
Gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa haldið úti vefsíðu með tugum mynda af stúlkum undir lögaldri hefur verið framlengt til 1. desember næstkomandi.
Í samtali við mbl.is segir Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi lögreglunnar á Suðurnesjum, að á þriðja tug kæra hafi borist vegna málsins og að aldur stúlknanna sé á bilinu 14 til 16 ára. Maðurinn grunaður um að hafa tekið myndir í óleyfi af Facebook-síðum umræddra stúlkna og birt þær á eigin vefsíðu undir því yfirskyni að þær væru falar til fylgdarþjónustu.
„Svo er ýtt á myndirnar og þá birtist einhver gróf erlend klámsíða,“ segir Sveinbjörn og tekur fram að þannig hafi engar klámfengnar myndir verið af sjálfum stúlkunum. Hátternið varði þó við lög.
„Þetta hlýtur að vera blygðunarsemisbrot, og náttúrulega brot á barnaverndarlögum, að sýna þarna börn með kynferðislegri tilvísun.“ Segir Sveinbjörn við mbl.is.