Þríburar úr Grindavík í landsliði – “Líklega í fyrsta sinn í sögu KKÍ sem það gerist”
Mynd: Grindavík.isÁtján leikmenn af Suðurnesjum voru valdir í U16 og U18 landslið Íslands í körfuknattleik, en þjálfarar liða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Þjálfararnir boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og hafa fylgst með leikmönnum í leikjum og á fjölliðamótum í vetur og hafa nú valið sín endanleg lið fyrir verkefnin framundan.
Liðin fjögur í U16 og U18 drengja og stúlkna fara öll á NM í Finnlandi í lok júní og síðan hvert og eitt í Evrópukeppni FIBA í sínum aldursflokki síðar í sumar.
Æfingar liðanna hefjast eftir að úrslitum yngri flokka á íslandsmótinu lýkur, sem fram fara um miðjan maí og munu þjálfarar boða sína leikmenn til þeirra þegar nær dregur.
Þríburar úr Grindavík voru valdar í U16 lið stúlkna og er það líklega í fyrsta sinn sem það gerist í sögu KKÍ, segir í tilkynningu, en um er að ræða þær Önnu Margréti Lucic Jónsdóttur, Natalíu Jenný Lucic Jónsdóttur og Theu Ólafíu Lucic Jónsdóttur.
Leikmenn U16 og U18 liðanna koma frá eftirtöldum félögum:
Breiðablik 2
Fjölnir 1
Grindavík 6
Hamar 2
Haukar 2
ÍR 3
Keflavík 8
KR 6
Njarðvík 4
Skallagrímur 1
Stjarnan 4
Valur 4
Vestri 2
Þór Akureyri 2
Þór Þorlákshöfn 1
Landsliðin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum:
| U16 stúlkur | |
| Anna Margrét Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
| Bríet Ófeigsdóttir | Breiðablik |
| Edda Karlsdóttir | Keflavík |
| Eva María Davíðsdóttir | Keflavík |
| Gígja Marín Þorsteinsdóttir | Hamar |
| Helga Sóley Heiðarsdóttir | Hamar |
| Hjördís Lilja Traustadóttir | Keflavík |
| Jenný Geirdal Kjartansdóttir | Grindavík |
| Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
| Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir | Grindavík |
| Þórunn Friðriksdóttir | Njarðvík |
| Una Rós Unnarsdóttir | Grindavík |
| Þjálfari: Árni Þór Hilmarsson | |
| Aðstoðarþjálfari: Hallgrímur Brynjólfsson |
| U16 drengir | |
| Ástþór Atli Svalason | Valur |
| Benóný Svanur Sigurðsson | ÍR |
| Friðrik Anton Jónsson | Stjarnan |
| Gabriel Douane Boama | Valur |
| Hilmir Hallgrímsson | Vestri |
| Hugi Hallgrímsson | Vestri |
| Magnús Helgi Lúðvíksson | Stjarnan |
| Marinó Þór Pálmason | Skallagrímur |
| Ólafur Björn Gunnlaugsson | Valur |
| Sveinn Búi Birgisson | KR |
| Viktor Máni Steffensen | Fjölnir |
| Þorvaldur Orri Árnason | KR |
| Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson | |
| Aðstoðarþjálfari: Snorri Örn Arnaldsson |
| U18 stúlkur | |
| Alexandra Eva Sverrisdóttir | Njarðvík |
| Anna Ingunn Svansdóttir | Keflavík |
| Ásta Júlía Grímsdóttir | Valur |
| Ástrós Lena Ægisdóttir | KR |
| Birna Valgerður Benónýsdóttir | Keflavík |
| Elsa Albertsdóttir | Keflavík |
| Eydís Eva Þórisdóttir | Keflavík |
| Eygló Kristín Óskarsdóttir | KR |
| Hrund Skúladóttir | Njarðvík |
| Kamilla Sól Viktorsdóttir | Keflavík |
| Ólöf Rún Óladóttir | Grindavík |
| Sigrún Björg Ólafsdóttir | Haukar |
| Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson | |
| Aðstoðarþjálfari: Sævaldur Bjarnason |
| U18 drengir | |
| Dúi Þór Jónsson | Stjarnan |
| Einar Gísli Gíslason | ÍR |
| Hilmar Smári Henningsson | Þór Akureyri |
| Hilmar Pétursson | Haukar |
| Ingimundur Orri Jóhannsson | Stjarnan |
| Ingvar Hrafn Þorsteinsson | ÍR |
| Júlíus Orri Ágústsson | Þór Akureyri |
| Sigurður Sölvi Sigurðarson | Breiðablik |
| Sigvaldi Eggertsson | KR |
| Styrmir Snær Þrastarson | Þór Þorlákshöfn |
| Veigar Áki Hlynsson | KR |
| Veigar Páll Alexandersson | Njarðvík |
| Þjálfari: Viðar Örn Hafsteinsson | |
| Aðstooðarþjálfari: Jóhann Þór Ólafsson |
U15 liðin verða tilkynnt 25. apríl og U20 æfingahópar karla og kvenna á næstu dögum.



















