Isavia sveitin og Team HS Orka kláruðu WOW Cyclothonið með stæl

WOW Cyclthon hjólreiðakeppnin fór fram í blíðskaparveðri á dögunum, tvö lið af Suðurnesjum tóku þátt að þessu sinni, lið HS Orku og Isavia sveitin. Lið Isavia sveitarinnar hjólaði leiðina á flottum tíma, 44:29:07 og Team HS Orka hjólaði leiðina sömuleiðis á fínum tíma, 45:25:19, sem er bæting um 25 mínútur frá síðustu keppni.
Alls söfnuðust tæpar tólf milljónir króna í keppninni að þessu sinni sem renna til góðra málefna.
Hér fyrir neðan er að finna myndir og myndbönd af liðum HS Orku og Isavia í þessari krefjandi keppni.

Liðsmenn Team HS Orka voru ánægð að lokinni keppni, enda bættu þau tíma sinn frá síðustu keppni um heilar 25 mínútur
Hér má sjá skiptingu hjá HS Orku sveitinni
Og hér er Isavia skipting