Hörður Axel klárar tímabilið með Keflavík – “Svo lengi sem þjálfarinn velur mig í liðið”

Hörður Axel Vilhjálmsson mun spila með körfuknattleiksliði Keflavíkur út tímabilið, hann tilkynnti nú fyrir stuttu að hann væri á leið heim á facebook síðu sinni. Hann kemur frá Limburg United í Belgíu en hann hafði samið við Keflavík fyrr í sumar..
„Ég klára tímabilið með Keflavík. Ég spila á föstudaginn svo lengi sem þjálfarinn velur mig í liðið. Ég hef ekki náð einni æfingu. Byrjum á henni. Ég er spenntur fyrir því að spila heima. Mér fannst það mjög gaman þessa tvo leiki sem ég náði í haust,“ sagði Hörður við mbl.is.
Hörður Axel samdi við Keflavík til fjögurra ára í sumar áður en hann hélt aftur í atvinnumennsku, og ljóst er að kappinn mun styrkja liðið mikið..