Vilja aðgerðaráætlun um fækkun flóttafólks í Reykjanesbæ

Leiðréttur þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks á milli Reykjanesbæjar og ríkisins var lagður fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar á dögunum.
Bæjarráð samþykkti samninginn og hefur falið Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjarráð óskar þó eftir aðgerðaáætlun frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu varðandi hvernig fækka á einstaklingum sem eru í samræmdri móttöku flóttafólks hjá Reykjanesbæ niður í 150 fyrir árslok 2023 samkvæmt samninginum.