Nýjast á Local Suðurnes

Úr gulu í appelsínugult með kvöldinu

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Reykjanesið þar með talið. Samkvæmt spám mun ganga á með suðvestan 15-20 m/s og dimmum éljum. Verðinu fylgir lélegt skyggni. Veðurstofan segir aðstæður varasamar til útvistar.

Klukkan 22 í kvöld tekur svo appelsínugul veðurviðvörun gildi, en þá er gert ráð fyrir vestan 18-25 m/s og mjög snörpum vindhviðum. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður, segir á vef Veðurstofu.