Uppfæra hættumat vegna hættu á gosi

Í ljósi uppfærðra líkanreikninga hefur Veðurstofan gefið út uppfært hættumat fyrir svæðið við Grindavík.
Það gildir til 25. febrúar, að öllu óbreyttu. Þrjár breytingar eru frá síðasta hættumati. Hætta á svæði 1 (Svartsengi) og svæði 5 fara úr því að vera metin „nokkur“ (gulur) yfir í að vera metin „töluverð“ (appelsínugulur). Hættan fyrir svæði 3, Sundhnúksgígaröðin, fer úr því að vera metin „töluverð“ (appelsínugulur) yfir í að vera metin „mikil“ (rautt).
