Tugir eldinga mælst á Reykjanesi

Hátt í 30 eldingar hafa mælst á Reykjanesi frá því rétt fyrir klukkan hálffjögur í dag með tilheyrandi þrumum.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að niðursláttur eldinga hafi mælst suður og suðvestur af Reykjanesskaga.



















