Nýjast á Local Suðurnes

Strætóferðir falla niður

Vegna veðursins sem nú fer yfir mun allur akstur strætó falla niður eftir klukkan 16. Vonir stóðu til að hægt yrði að halda úti akstri í dag en nú er ljóst að það mun ekki ganga eftir. Staðan á veðri og færð verður endurmetin á eftir og verður fréttin uppfærð ef og þegar akstur hefst að nýju.

Við hvetjum íbúa til þess að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til, segir í tilkynningu frá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar.