Strætó skiptir yfir í vetraráætlun

Nú þegar styttist í skólabyrjun í öllum skólum skipta almenningssamgöngur úr sumaráætlun yfir í vetraráætlun. Strætó í Reykjanesbæ mun aka samkvæmt vetraráætlun frá og með 15. ágúst næstkomandi og landsbyggðarstrætó mun skipta yfir í vetraráætlun þann 14. ágúst.
Þeir sem nýta sér almenningssamgöngur ættu að kynna sér vetraráætlanirnar vel á vefjunum sbk.is og strætó.is.