Nýjast á Local Suðurnes

Ringulreið við Grindavíkurafleggjara þegar Reykjanesbraut var lokað

Hjáleiðir voru ekki nægilega vel merktar, þegar Reykjanesbraut var lokað við Grindavíkurafleggjara, vegna framkvæmda við yfirlagnir á vegum Vegagerðarinnar í gærkvöldi. Töluverður fjöldi af bílum safnaðist saman við gatnamótin af þessum sökum.

Þetta kemur fram á vef Grindavík.net, en þar segir að fjöldi fólks hafi ekki áttað sig á hvernig hjáleiðirnar voru og hafi ekið Reykjanesbrautina fram og til baka. Sumir fóru eldri slóða og þaðan inn á Grindavíkurveg. Hjáleiðir voru ekki nægjanlega skýrar og vantaði betri útskýringar og leiðsögn á svæðið sérstaklega þar  sem margir ferðamenn fara um svæðið og eru því ókunnir.