Nýjast á Local Suðurnes

Rafmagsofnar ganga kaupum og sölum

Rafmagsofnar virðast nú ganga kaupum og sölum í gegnum veraldarvefinn, en nokkuð er um að slík munaðarvara sé auglýst á sölusíðum. Sé miðað við flestar þær auglýsingar sem blaðamaður hefur séð eru ofnarnir, sem flestir eru notaðir, yfirleitt auglýstir til sölu undir kostnaðarverði nýrra ofna.

Einhverjum netverjum blöskrar þó og hefur eigandi Cargoflutninga, Guðbergur Reynisson biðlað til fólks sem á slíka ofna að lána þá til íbúa Suðurnesja frekar en að selja. Þá hefur Guðbergur boðist til að sækja ofna og koma til þeirra sem á þurfa að halda.

Ég biðla til ykkar sem eigið fleiri hitablásara en þið getið notað að lána okkur á Suðurnesjum þá frekar en græða á…

Posted by Guðbergur Reynisson on Thursday, 8 February 2024