Páskabingó Team DansKompaní á laugardag

Team DansKompaní heldur Fjölskyldu Páskabingó laugardaginn 5.apríl félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Grófinni 8 í Keflavík.
Haldin verða tvö bingó, það fyrra hefst klukkan 11-13 (húsið opnar 10:40) og það síðara klukkan 13:30-15:30 (húsið opnar kl.13:10)
Aðgangseyrir er 1.500 krónur með 1 bingóspjaldi. Auka bingóspjald kostar 1.000 krónur.
Hér er um að ræða kjörið tækifæri til að eiga skemmtilega fjölskyldustund, eiga möguleika á að vinna glæsileg páskaeggjaverðlaun og í leiðinni styrkja keppendur Team DansKompaní sem eru á leiða á heimsmeistaramótið í dansi á Spáni í sumar.