Nýjast á Local Suðurnes

Oftast strikað yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar

Oft­ast var strikað yfir nafn Ásmund­ar Friðriks­son­ar af fram­bjóðend­um í Suður­kjör­dæmi. Alls var strikað yfir nafn hans 168 sinn­um.

Næst á eft­ir Ásmundi var oft­ast strikað yfir Pál Magnús­son odd­vita sjálf­stæðismanna í kjör­dæm­inu, eða 70 sinn­um. Þriðji var svo Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu með 50 útstrikanir.

Sé tekið mið af atkvæðafjölda flokkana var hlut­falls­lega mest strikað yfir Ásmund, næst á eft­ir honum var strikað oft­ast yfir Sig­urð Inga Jó­hanns­son og þriðji varð svo Smári McCart­hy.