Oftast strikað yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar

Oftast var strikað yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar af frambjóðendum í Suðurkjördæmi. Alls var strikað yfir nafn hans 168 sinnum.
Næst á eftir Ásmundi var oftast strikað yfir Pál Magnússon oddvita sjálfstæðismanna í kjördæminu, eða 70 sinnum. Þriðji var svo Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Framsóknarflokksins í kjördæminu með 50 útstrikanir.
Sé tekið mið af atkvæðafjölda flokkana var hlutfallslega mest strikað yfir Ásmund, næst á eftir honum var strikað oftast yfir Sigurð Inga Jóhannsson og þriðji varð svo Smári McCarthy.