Nýjast á Local Suðurnes

Mögulegt að næsta gos verði það stærsta að rúmmáli

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Ljúki þessu með eldgosi er likegast að það komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni.

Rúmmál kviku hefur aldrei verið meira eftir að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023 og því telur Veðurstofan mögulegt að næsta gos verði stærra en fyrri gos að rúmmáli.

Veðurstofan telur að eins og áður megi reikna með mjög stuttum fyrirvara áður en gýs. Í síðustu tveimur eldgosum hafi liðið um 30 til 40 mínútur frá því að fyrstu merki um skjálftahrinu sáust þangað til eldgos hófst.