Nýjast á Local Suðurnes

Máttu ekki fjarlægja númeralausa bifreið af einkalóð

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur úr­sk­urðað að ákvörðun Heil­brigðis­eft­ir­lits Suður­nesja um að fjar­lægja núm­ers­lausa bif­reið af einkalóð hafi ekki verið í samræmi við lög.

Í úrskurðinum er farið yfir málavexti og segir þar að Heil­brigðis­eft­ir­lit Suður­nesja hafði látið fjar­lægja núm­ers­lausa bif­reið af einkalóð í kjöl­far þess að til­kynn­ing var límd á rúðu bíls­ins. Eig­and­inn kvaðst ekki hafa vitað af þess­um fyr­ir­ætl­un­um og til­kynnti lög­reglu að bíln­um hefði verið stolið þegar í ljós kom að hann var horf­inn úr stæði fyr­ir utan heim­ili hans.

Í áliti umboðsmanns seg­ir að gengið sé út frá því að heil­brigðis­yf­ir­völd, sem hafi heim­ild­ir til að fjar­lægja lausa­muni eins og núm­ers­laus­ar bif­reiðar á al­manna­færi, geri slíkt að und­an­geng­inni viðvör­un. Slík­ar heim­ild­ir leysi stjórn­völd þó ekki und­an því að fylgja regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar við meðferð slíkra mála og taka mið af aðstæðum hverju sinni þannig að meðal­hófs sé gætt.