Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir umferð um Reykjanesbraut – Langar hjáleiðir í boði

Lokað verður fyr­ir um­ferð um Reykja­nes­braut úr Njarðvík­um í Hafn­ar­fjörð um miðja næstu viku vegna framkvæmda. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir en lok­un­in stend­ur vænt­an­lega frá kl. 20 á miðviku­dags­kvöld og fram á fimmtu­dag­inn, en það mun þó ráðast af veðri.

Á mánu­dag verður tek­in end­an­leg ákvörðun um tíma­setn­ing­ar. Meðan á fram­kvæmd­um stend­ur verður um­ferð af Suður­nesj­um beint um Grinda­vík­ur­veg, Suður­strönd og Krýsu­vík­ur­leið til Hafn­ar­fjarðar.

Til stend­ur að mal­bika 2,6 kíló­metra lang­an veg­arkafla, það er frá Straums­vík til vest­urs. Því þarf að loka Reykja­nes­braut aðra leiðina, segir í frétt mbl.is.