Lögregla stöðvaði rúmlega 120 ljúflinga

Lögreglan á Suðurnesjum hélt uppi umferðareftirliti við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrrakvöld til að athuga ástand ökumanna og farartækja. Rúmlega 120 ökumenn voru stöðvaðir og beðnir um að blása í áfengismæli sem þeir tóku ljúflega.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að skemmst sé frá því að segja að ekki nokkur ökumaður hafi verið undir áhrifum og allt í besta lagi.