Nýjast á Local Suðurnes

Kostnaður vegna framkvæmda við Njarðvíkurskóla 82% fram úr áætlun

Endanlegt uppgjör vegna framkvæmda við húsnæði Njarðvíkurskóla leiðir í ljós að veruleg framúrkeyrsla hefur átt sér stað og hljóðar lokauppgjör upp á kr.185.891.862, en upphaflegt tilboð verktakans, Ístaks, hljóðaði upp á kr. 102.432.085.

Eftir að framkvæmdir voru hafnar kom í ljós að rakaskemmdir voru meiri en upprunalega hafði verið gert ráð fyrir, loftræstikerfi var ónothæft, burðarvirki hússins og brunavarnir stóðust ekki kröfur. Því var ljóst að ráðast þurfti í umfangsmeiri aðgerðir en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir, undir mikilli tímapressu, segir í bókun meirihluta bæjarstjórnar vegna málsins.

Mynd: Njarðvíkurskóli