Kennsla hafin í elsta steinhúsi bæjarins – Bjóða upp á opið hús

Ný deild leikskólans Tjarnarsels hefur opnað í elsta steinhúsi bæjarins, við Skólaveg 1 eftir miklar endurbætur. Börn og kennarar njóta nú glæsilegrar aðstöðu í þessu sögulega húsi sem hefur verið lykilstaður í menntasögu Keflavíkur síðan 1911 þegar opnaður var barnaskóli í húsinu.
Föstudaginn 28. mars næstkomandi verður opið hús, hvar bæjarbúum verður boðið að skoða húsnæðið og kynna sér starfsemina. Opið verður frá frá klukkan 14:30 – 16:30.
Hér er um að ræða fínasta tækifæri til að rifja upp minningar frá Skólavegi 1 sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í skólagöngu margra í gegnum tíðina, segir í tilkynningu á Facebook.