Icelandair aflýsir nær öllu flugi

Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. Flug Icelandair til Kaupmannahafnar og London nú fyrri part dags eru þó á áætlun, sem og flug til landsins frá borgunum síðdegis.
Icelandair aflýsti meirihluta flugferða félagsins til og frá landinu í gær. Önnur félög virðast ætla að halda áætlun í dag og næstu daga samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.