Nýjast á Local Suðurnes

Íbúðalána­sjóður fagn­ar fram­taki áhugahóps um stofnun húsnæðissamvinnufélags

Íbúðalána­sjóður fagn­ar fram­taki áhugahóps um stofnun húsnæðissamvinnufélags, eða non profit leigufélags um bygg­ingu og rekst­ur leigu­íbúða. Op­inn fund­ur um málið verður haldinn í íþróttaakademíunni Sunnubraut 35 í kvöld klukkan 20, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Sjóður­inn tel­ur mjög já­kvætt að fleiri hóp­ar og sam­tök séu byrjuð að skoða þenn­an mögu­leika. Það ligg­ur fyr­ir að alls ekki all­ir hafa áttað sig á mögu­leik­um þessa nýja hús­næðis­kerf­is, sem er að er­lendri fyr­ir­mynd, þar sem fólk býr við ör­uggt lang­tíma leigu­hús­næði og greiðir leigu á viðráðan­leg­um kjör­um vegna stofn­fram­laga sem hið op­in­bera veit­ir. Þau bæt­ast ofan á fram­lög sveit­ar­fé­lag­anna sem út­hluta lóðum með því skil­yrði að íbúðirn­ar séu rekn­ar án hagnaðarsjón­ar­miða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur einnig fram að sér­stök fjár­mögn­un stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga geri sam­tök­um kleift að standa að bygg­ingu íbúða af þessu tagi en stofn­fram­lög­in geta dekkað um 30 til 40% af bygggin­ar­kostnaði. Er áskilið að leigu­verð íbúðanna verði lægra sem því nem­ur.

„Stofn­fram­lög­in eru veitt til langs tíma og þarf ekki að greiða þau til baka fyrr en eft­ir ára­tugi. Þegar hafa sam­tök launa­fólks og ör­yrkja fengið slík fram­lög fyr­ir sín íbúðafé­lög en fleiri hóp­ar gætu vissu­lega staðið að slík­um verk­efn­um og sótt um fjár­magn til Íbúðalána­sjóðs og sveit­ar­fé­laga þar sem hús­næðis­skort­ur rík­ir.“