Nýjast á Local Suðurnes

Fimm milljónir til fimleikadeildar

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum að leggja 5 milljónir króna til fimleikadeildar Keflavíkur.

Deildin hafði á dögunum sent erindi til Íþrótta og tómstundaráðs hvar óskað var eftir fjármagni til endurbóta á búnaði.