Fá ekki geymslu við Hljómahöll

Erindi varðandi fyrirhugað geymsluhúsnæði á lóð Hljómahallarinnar við Hjallaveg 2 var hafnað af umhverfis-og skipulagsráði Reykjanesbæjar.
Til stóð að byggja 118 fermetra húsnæði úr gámaeiningum með þriggja metra hámarksmænishæð. Athugasemdir bárust frá íbúum og var ákveðið að taka tillit til þeirra og því var erindinu hafnað.

