Nýjast á Local Suðurnes

Eldur kom upp í rútu

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í rútubifreið rétt fyrir klukkan 5 í fyrrinótt. Eldurinn kviknaði í gaskút inni í rútunni í Reykjanesbæ.

Þegar Brunavarnir Suðurnesja kom á vettvang hafði eigandinn slökkt eldinn í kútnum, en gas var enn að leka úr honum.

Hlutverk viðbragðsaðila var því að tryggja vettvanginn og reykræsta vagninn, segir í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja og aðeins varð minniháttar tjón.