Ekkert ferðaveður að mati lögreglu

Lögreglan á Suðurnesjum segir í færslu á Facebook að slæm færð sé á svæðinu um þessar mundir og að þeir sem eru á illa búnum bílum til vetraraksturs ættu að halda sig heima.
Búið er að loka Suðurstrandavegi sökum færðar.