Byggir eitt glæsilegasta hús landsins í Innri-Njarðvík – Myndir!

Myndlistarkonan og ilmhönnuðurinn Andrea Maack stendur nú í byggingu draumahússins við Brekadal í Innri-Njarðvík. Byggingin sem hlotið hefur nafnið Geopark-Villa verður án efa eitt glæsilegasta hús landsins, en verkefnið verður unnið í samstarfi við þekkta framleiðendur og þekkt merki úr hönnunargeiranum.
Þannig verða þróuð sérhönnuð húsgögn eingöngu fyrir bygginguna, innblásin af vörumerki Andreu, eponymous. Húsið verður hannað þannig að mögulegt verður að halda viðburði fyrir fjölmiðla og bloggara, auk þess sem lögð verður áhersla á að vinna með íslenskt hráefni. Þá heillaði útsýnið Andreu, en horft er fram af Stapanum og að hennar sögn er það magnað útsýni sem ekkert listaverk getur toppað.
Sérstök vefsíða hefur verið sett í loftið í kringum verkefnið, en þar má sjá myndir og myndbönd frá því áður en framkvæmdir hófust.

