Nýjast á Local Suðurnes

Breytt í rautt og foktjón líkleg

Veðurstofa hefur breytt veður viðvörunum í rauðar, en spáð er sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 50 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður.

Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessa og biðlar til fólks að fara varlega. Þá minnir lögregla á númerið góða 112 “ef að neyðarástand skapast og ykkur vantar aðstoð,” segir í tilkynningu frá lögreglu.