Bónorð í loftbelg í 1100 metra hæð yfir Marrakech – “Hann sagði já…”

Þau gerast vart mikið óhefðbundnari og flottari bónorðin, en það sem Ágúst Dearborn fékk á dögunum frá unnustu sinni, en unnustan, Katrín Arndís, fór niður á annað hnéð og bað hans í loftbelg í 1100 metra hæð yfir Marrakech í Marakó.
“Ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vera með, að orð fá því ekki lýst, úfff! Sú tilhugsun um að fá að eyða restinni af lífi mínu með þér færir gæsahúð yfir mig er ég skrifa þetta.” Segir Ágúst í Facebook-uppfærslu sem finna má hér fyrir neðan.
Hjónakornin tilvonandi, sem reka saman kaffihúsið Café Petit í Reykjanesbæ, lýsa svo upplifuninni hvort í sínu lagi á Facebook-síðum sínum og er óhætt að segja að þau séu hamingjusöm og yfir sig ástfangin. Facebook-uppfærslur þeirra beggja ásamt fullt af myndum má sjá hér fyrir neðan.