Bjóða bæjarbúum frítt í sund

Í tilefni af heilsu og forvarnarviku Reykjanesbæjar verður ókeypis í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar, Vatnaveröld, í dag, föstudaginn 7 .október.
Í Vatnaveröld er boðið upp á fjölbreytt leiktæki fyrir yngstu kynslóðina.
Í Sundmiðstöðinni er að auki 25 metra útilaug, grunn barnalaug, 4 setlaugar, eimbað og kalt ker. Þar er einnig ein glæsilegasta 50 metra innilaug landsins.