Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut klukkan 8.23 nú í morgun. Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi en lögregla getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu, segir á vef mbl.is
Umferðartafir eru á Reykjanesbraut, ofan við Innri – Njarðvík en önnur akrein, austur Reykjanesbraut er opin.