Allt tiltækt lið slökkviliðs kallað út vegna elds í flugeldhúsi

Allt tiltækt lið slökkviliðs á Suðurnesjum var kallað út vegna elds í þaki flugeldhúss IGS á Keflavíkurflugvelli um klukkan ellefu í dag. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var ekki mikill.
Framkvæmdir hafa staðið yfir á þaki hússins sem staðsett er inn á flugvallarsvæðinu, í grennd við flugstöðina sjálfa, að því er Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Vísi.