Aðventusvellið opnar um helgina

Á morgun, laugardaginn 15. nóvember klukkan 12:00, opnar Aðventusvellið í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ og verður opið út desember.

Í ár prýða fallegar seríur svellið sem skapa enn meiri hátíðarstemningu og gera upplifunina enn meira töfrandi, segir í tilkynningu.

Öll eru velkomin að koma og njóta dásamlegra stunda saman í góðra vina hópi eða í kósý fjölskylduferð.