Nýjast á Local Suðurnes

Á gjörgæslu eftir líkamsárás

Karlmaður á fimmtugsaldri er á gjörgæsludeild Landspítala eftir að hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjanesbæjar á aðfaranótt síðastliðins laugardags.

Frá þessu er greint á vef Vísis og hefur miðillinn fengið staðfestingu frá lögreglu. Einn var handtekinn vegna málsins og hefur viðkomandi verið sleppt úr haldi samkvæmt frétt vísis.

Myndir frá vettvangi / JG