Á annað hundrað ökumenn stöðvaðir

Aðventueftirlit lögreglu þessa helgina gekk vel. Alls voru á annað hundrað bifreiðar stöðvaðar og 115 ökumenn látnir blása. Af þeim voru 13 ökumenn skoðaðir nánar.
Einn ökumaður var stöðvaður og gert að hætta akstri, ein áminning var veitt vegna öryggisbúnaðar barns auk þess sem ein áminning var veitt fyrir að reyna að aka framhjá ölvunarpósti á vegöxl.
Lögregla segist í tilkynningu vera sátt með útkomuna og þakkar ökumönnum fyrir gott samstarf, þolinmæði og ábyrgð í umferðinni.





















