Þrír Suðurnesjadrengir á NM yngri landsliða í körfu

Þrír Suðurnesjamenn eru í lokahóp U16 ára landsliðsins í körfuknattleik fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Finnlandi dagana 26. til 30. júní næstkomandi. Keflvíkingarnir Elvar Snær Guðjónsson og Arnór Sveinsson eru í hópnum ásamt Njarðvíkingnum Brynjari Atla Bragasyni.
Undirbúningur fyrir mótið stendur nú sem hæst og tók Karfan.is Njarðvíkinginn Brynjar tali á æfingu á dögunum, viðtalið má sjá í hér fyrir neðan.
Lekir liðsins fara fram á eftirfarandi tímum og má nálgast tölfræði leikjanna á meðan á þeim stendur hér.
- 26. júní – Ísland v Danmörk kl. 20:15
- 27. júní – Ísland v Noregur kl. 16:00
- 28. júní – Ísland v Svíþjóð kl. 20:15
- 29. júní – Ísland v Eistland kl. 18:00
- 30. júní – Ísland v Finnland kl. 13:30