Nýjast á Local Suðurnes

Sigur í lokaleiknum hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar lögðu Vestra að velli, 2 – 3 í lokaleik liðsins í sumar. Leikið var í miklum vindi á Torfunesvelli á Ísafirði í dag.

Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn en það voru heimamenn sem voru fyrritil að skora, en þeir settu knöttinn í netið á 9. mínútu. Stefán Birgir Jóhannesson náði að jafna leikinn á 39. mínútu, 1-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Harrison Hanley náði síðan forystunni fyrir Njarðvík á 66. mínútu með skoti eftir aukaspyrnu. Vestri náði að jafna leikinn, þvert gegn gangi hans á 79. mínútu, en Harrison Hanley var svo aftur á ferðinni fyrir Njarðvíkinga á 86. mínútu með sigurmarkið.