sudurnes.net
Sigur í lokaleiknum hjá Njarðvíkingum - Local Sudurnes
Njarðvíkingar lögðu Vestra að velli, 2 – 3 í lokaleik liðsins í sumar. Leikið var í miklum vindi á Torfunesvelli á Ísafirði í dag. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn en það voru heimamenn sem voru fyrritil að skora, en þeir settu knöttinn í netið á 9. mínútu. Stefán Birgir Jóhannesson náði að jafna leikinn á 39. mínútu, 1-1 og þannig var staðan í hálfleik. Harrison Hanley náði síðan forystunni fyrir Njarðvík á 66. mínútu með skoti eftir aukaspyrnu. Vestri náði að jafna leikinn, þvert gegn gangi hans á 79. mínútu, en Harrison Hanley var svo aftur á ferðinni fyrir Njarðvíkinga á 86. mínútu með sigurmarkið. Meira frá SuðurnesjumÖruggur sigur hjá Njarðvík gegn ÆgiTap hjá Njarðvíkingum á SeltjarnarnesiRagnheiður Sara fékk bronsið í DúbaíAfleitar lokamínútur kostuðu Njarðvík sigur á SauðárkrókiHundvotir Njarðvíkingar lögðu ÆgiNjarðvíkingar nældu sér í dýrmætt stig í fallbaráttunniNjarðvík með öruggan sigur á StjörnunniStefan Bonneau átti fína spretti – Formaðurinn í búningavandræðumNjarðvík og Grindavík með sigra í Dominos-deildinniSuðurnesjaliðin í Dominos-deildinni: Tveir sigrar og eitt tap – Logi í miklu stuði