Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar í slæmum málum eftir tap á Akranesi

Sindri Snær skoraði tvö mörk á Akranesi í kvöld

Botnlið Keflavíkur sótti ekki gull í greypar Skagamanna í leik liðanna í Pepsí-deildinni í kvöld. Skagamenn skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Keflvíkinga.

Skagamenn komust yfir strax á 2. mínútu leiksins en Sindri Snær Magnússon skoraði fyrir Keflvíkinga þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum og jafnaði þannig metin. Hann var svo aftur á ferðinni á þeirri 34. og Keflvíkingar komnir í 1-2. Heimamenn skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og gengu til búningsklefa með 3-2 forystu.

Ógæfa Keflvíkinga hélt áfram í síðari hálfleik þegar Hólmar Örn misnotaði vítaspyrnu á 50. mínútu. Keflvíkingar sóttu í kjölfarið af miklum krafti en það voru Skamenn sem bættu fjórða markinu við í uppbótartíma og innsigluðu þannig sigurinn.

Keflvíkingar sitja því enn á botni Pepsí-deildarinnar með 4 stig eftir 9 umferðir fimm stigum frá fallsæti.