Vínbúðin í Reykjanesbæ á meðal þeirra umsvifamestu á landinu

Vínbúðin í Reykjanesbæ er á meðal tíu umsvifamestu Vínbúðirna landsins, ef miðað er við tímabilið janúar til október 2025.

þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is, en þar má sjá að einungis þrjár af þeim tíu umsvifamestu er á landsbyggðinni og er sú í Reykjanesbæ í fimmta sæti.

Þá kemur fram á heimasíðu Vínbúðarinnar að fjöldi viðskiptavina á árinu í allar búðir hingað til sé 4,2 milljónir. Mesti álagstími í verslununum er um klukkan 17 og föstudagar eru þeir dagar sem flestir viðskiptavinir sækja í búðina.

Þar kemur jafnframt fram að vinsælasta áfengistegundin sé lagerbjór en af honum hafa verið seldir 12,5 milljónir lítrar. Næst á eftir er rauðvín sem selst hefur af um 1,3 milljón lítra.

Topp 10 vinsælustu vínbúðirnar:
Vínbúðin Dalvegi
Vínbúðin Hafnarfirði (Álfrún)
Vínbúðin Skeifunni
Vínbúðin Akureyri
Vínbúðin Reykjanesbæ
Vínbúðin Heiðrún
Vínbúðin Skútuvogi
Vínbúðin Selfossi
Vínbúðin Mosfellsbæ
Vínbúðin Spönginni

Búast má við að sala áfengis sé nokkuð meiri en kemur fram í tölfræði Vínbúðarinnar þar sem undanfarin misseri hafa sprottið upp verslanir sem bjóða upp á heimsendingarþjónustu á áfengi og má þar nefna meðal annars Heimkaup, sem sendir um allt land, Smáríkið, sem þjónustar höfuðborgarsvæðið, Ölfög, sem þjónustar Akureyri og nágrenni og tilbod24.is sem þjónustar Suðurnes.