Nýjast á Local Suðurnes

Vilhjálmur vill einkavæða Fríhöfnina

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að ríkið eigi að ein­beita sér að því að sinna lög­gæslu og heil­brigðismál­um en ekki að standa í nær­buxna­sölu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þetta kom fram í máli hans á fundi Sjálf­stæðis­fé­lags­ins í Reykja­nes­bæ í gærkvöldi en á fund­in­um var rædd aðkoma einkaaðila að rekstri Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Vilhjálmur hefur áður barist fyrir einkavæðingu ÁTVR og Landsbankans.

Á fund­in­um sagði Vil­hjálm­ur að mikl­ir hags­mun­ir væru í húfi fyr­ir íbúa Reykja­nes­bæj­ar og að gæta þurfi þess að íbú­ar verði hafðir með í ráðum verði hug­mynd­ir um aukna aðkomu einkaaðila að rekstri flug­vall­ar­ins að veru­leika.

Á fund­in­um var Vil­hjálm­ur spurður hvort auk­inn einka­rekst­ur hefði í för með sér færri störf á flug­vell­in­um, sem hann svaraði neit­andi. Þetta kemur fram á mbl.is.

“Það þarf að ráðast í mikla upp­bygg­ingu á flug­vell­in­um á næstu árum og það verður meiri eft­ir­spurn eft­ir vinnu­afli þar. Þannig ég sé miklu frek­ar fram á að störf­um fjölgi og laun hækki ef það verður ráðist í þetta verk­efni,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.