Stuðningsmaður Njarðvíkur nældi í tvær milljónir

Þrír voru með 13 rétta á enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fengu þeir allir rúmar tvær milljónir króna í sinn hlut.
Einn þessara þriggja er stuðningsmaður Njarðvíkur fékk 13 rétta eftir að hafa keypt seðil með þremur tvítryggðum- og tveimur þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur, að því er segir í tilkynningu.