Nýjast á Local Suðurnes

Snarpir skjálftar við Þorbjörn

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í fjallinu Þorbirni rétt um kl. 14 í dag. Annar af stærðinni 4,3 var á milli Þorbjarnar og Sýlingafells klukkan 13.14.

Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að skjálftarnir tveir séu taldir vera áframhaldandi viðbrögð jarðskorpunnar við spennu vegna kvikusöfnunar undir Þorbirni.

Engar vísbendingar eru þó um gosóra.