Slabb og hliðarvindur gera bílstjórum erfitt fyrir

Aðstæður á Reykjanesbraut hafa verið slæmar það sem af er degi og hafa nokkrar bifreiðar endað utan vegar vegna þessa.
Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi.is að talsvert mikið slabb sé á veginum, mikil bleyta sé í hjólförum og mjög mikill hliðarvindur sem geri bílstjórum erfitt um vik.
Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum.


















