Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftavirkni eykst hægt og rólega

Skjálftavirkni hefur aukist hægt og rólega undanfarið við Svartsengi og landris haldið áfram og er svo komið að meiri kvika er þar undir en fyrir síðasta eldgos.

Veðurstofan hefur metið stöðuna svo að auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi og eldgosi sem geti hafist á næstu dögum eða vikum.

Ekkert hefur þó komið fram síðustu daga sem veiti meiri vissu um hvort og hvenær af eldgosi kunni að verða, samkvæmt umfjöllun RÚV, sem ræddi við fulltrúa Veðurstofu.