Skemmdi lögreglubíl með öxi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók karlmann um helgina eftir að maðurinn hafði unnið skemmdir á lögreglubíl með öxi.
Um var að ræða útkall vegna heimilisófriðar og þegar lögreglan mætti á staðinn kom maðurinn út með öxi í hönd og lét höggin dynja á lögreglubílnum sem var óökufær á eftir.
Greint var frá málinu á Vísi.is


















